top of page

Viðtal við Soffíu Valdimarsdóttur 

.

Soffía eignaðist stúlku þegar hún var búin að ganga sjö mánuði á meðgöngu sinni. Ungabarnið var þar að leiðandi mikill fyrirburi og lungun byrjuðu að falla saman við fæðingu þannig hún átti erfitt með að anda. Í 3 vikur var hún í mikilli lífshættu, síðan gekk allt vel eftir að hún braggaðist. Þegar hún er 6 mánaða kom í ljós að hana vantar hormón sem heitir immunoglobulin eða IGG í ónæmiskerfið, þá kom í ljós að hún yrði langveik mögulega allt sitt líf. Hún er með lungnasjúkdóm og hún er líka með of lítil lungu og er með fyrirbura, tvíbura lungu því hún hefði átt að vera tvíburi og lungu í tvíburum eru oft minni en í öðrum krökkum en annað fóstrið fór ekki í gang og sagði læknirinn að að hún yrði aldrei maraþon hlaupari.

Fyrstu viðbrögð Soffíu við þessu voru bæði sorg og gleði. Gleði fyrst og fremst af því barnið var ekki að deyja. Sem þau héldu í langan tíma. Þegar maður er búin að yfir stíga það þá kemur sorgar viðbragðatímabilið en heilbrigðiskerfið kom sterkt inn og hjálpaði þeim með það. Heilbrigðiskerfið var stórkostlegt, frábært og er enn 23 árum seinna. Hún segist ekki sjá eftir neinu sem hún hefur borgað í skatt.

Þetta snerti nær fjölskyldu og sérstaklega systir hennar því hún ætlaði heim að leika með hana í babyborn. En hún fékk stóra sjokkið þegar hún mátti ekki einu sinni sjá hana á gjörgæslunni þannig hún var lengi að vinna úr því. Og ekki nóg með það þá mátti hún ekki koma við hana því hún var svo viðkvæm og veik alltaf. Hún var að meðaltali 8-10 daga í mánuði á sjúkrahúsi alveg þangað til að hún var þriggja ára útaf veikindunum. Systir hennar sem var 6 ára og var ný flutt í nýtt hverfi og ný byrjuð í nýjum skóla, allir hugsuðu bara um veiku systirina sem hún mátti ekki einu sinni koma við hafði að sjálfsögðu áhrif á hana því hún var alltaf í pössun því hún gat ekki verið ein heima. Líf hennar breyttist mjög mikið við það að eignast svona veika systur. Mamma Soffíu eignaðist stelpu 1960, þegar hún var bara 25 ára og hún deyr tveim dögum eftir fæðingu, þá var engin áfallahjálp og barnið bara tekið og jarðað og sagt við hana að fara heim og reyna eignast annað barn og ekkert meira gert í því. Þegar hún fór að kíkja á barnabarnið þá fær hún ,,sjokkið” sem hún átti í raun að fá um 35 árum áður. Þar kom heilbrigðiskerfið þegar hún var inn á Vöku að horfa á barnið sem var pakkað inn og pissaði í bómull því það var svo lítið, þá sér hjúkkan að hún sé einhvað skrýtin, Soffía sá það ekki sjálf því hún var svo upptekin af barninu, þá kom heilt teymi á vökudeildina og tóku hana afsíðis og fengu hana til þess að tala um vandamál sitt. Áhrifin á móður Soffíu voru þau að hún upplifði áfallið sitt 35 árum seinna og stóra systirin fékk ekki þessa litlu systur sem hún ætlaði sér að leika við á hverjum degi sem var ákveðið áfall fyrir hana. Fjölskylda Soffíu var í góðum höndum hjá ættingjum og vinum enda þekktu þau vel til prests, sálfræðings og hjúkrunnafræðings. Þetta hefur verið ekki verið auðvelt félagslega séð. Það byrjaði í leikskóla, hún mætti ekki vel vegna þess að hún var svo oft veik og svo kom tímabil þar sem hún mátti ekki hitta eða umgangast önnur börn vegna hún var með svo lélegt ofnæmiskerfi svo hún einangraðist mikið með tímanum. Auk þess að hafa félagsleg áhrif á einstaklinginn hefur þetta líka áhrif á nánustu fjölskyldu. Þau voru meðvituð og ákváðu að reyna að vera alltaf skrefi á undan vandamálunum, auk þess vera dugleg að hjálpast að svo þau hefðu líka tíma fyrir sig og geta kíkt út. Soffía fór auk þess ekki að vinna eftir fæðingarorlof, en maðurinn hennar fór þá að vinna tvöfalda vinnu. Þau höfðu sem betur fer góða vinnustaði sem tóku tillit til þess.

bottom of page