top of page

Niðurstöður

Eftir að hafa verið að vinna og undirbúa lokaverkefnið í um það bil tvær vikur höfum við komist að þeirri niðurstöðu að við höfðum ekki hugmynd um hve margir einstaklingar eru langveikir eða þekkja til langveikra barna. Margir ólíkir sjúkdómar eru til, alveg frá því að vera með minniháttar sjúkdóm yfir í að vera með ólæknandi sjúkdóm. Okkur finnst frábært hvað heilbrigðiskerfið hefur hjálpað mörgum einstaklingum í gegnum erfiðleikana sem þau eru að kljást við. Auðvitað eru ekki allir sammála, aðallega þeir sem greinast með sjaldgæfa sjúkdóma og fá ekki stuðninginn sem þau þurfa. Fjárhagslega er oft erfitt vegna þess að sérþarfir eru algengar hjá langveikum börnum og heilbrigðiskerfið getur verið mjög dýrt, ríkið borgar bara smá hluta eða jafnvel ekki neitt.

bottom of page